Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers máttu þola tap í nótt fyrir Penn State Nittany Lions í fyrstu umferð úrslitakeppni Big Ten deildarinnar í bandaríska háskólaboltanum, 66-72.
á 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir 12 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti.
Nebraska eru því úr leik í keppninni á meðan að Penn State mæta Wisconsin Badgers í næstu umferð.