spot_img
HomeFréttirTillaga um takmarkanir á erlendum leikmönnum felld á þingi KKÍ

Tillaga um takmarkanir á erlendum leikmönnum felld á þingi KKÍ

Tillaga um breytingar á 15. gr. um erlenda leikmenn í reglugerð um körfuknattleiksmót. Sem Valur, Stjarnan, KR og Haukar báru upp var felld eftir umræðu á þingi KKÍ í dag, 87 þingfulltrúar greiddu atkvæði, 33 kusu með en 54 á móti.

Mikil og lífleg umræða var um þetta mál. Ekki virðist vera mikil samstaða í hreyfingunni um hvernig þessu skuli háttað en margir þingfulltrúar lýstu sig reiðubúna til að ræða og þróa áfram umræðuna. Það er síðan spurning um lögmæti breytinga af þessu tagi, hvort þær standist Evrópureglugerðir.

Þingtillögur þings KKÍ

Tillagan fjallar í stuttu máli um það að auka vægi íslenskra leikmanna í efstu deildum með því að setja reglur um fjölda íslenskra leikmanna inni á vellinum hverju sinni. Það mátti sjá á umræðunni að þeir sem töluðu fyrir og voru sammála tillögunni voru frá liðum á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem voru á móti og töðuðu gegn henni frá liðum á landsbyggðinni.

Mikil umræða var um þetta á þinginu og miðað við umræðu hafa ofangreind lið áhyggjur af því að íslenskir leikmenn séu ekki að fá nægt vægi í efstu deildum og að það ýti undir brotthvarf úr körfubolta enda sjái ungir iðkendur ekki að þeir fái möguleika á því að spila með meistaraflokk sökum samkeppni við fjölda erlenda leikmenn. Einnig hafa þau áhyggjur af rekstri félagana og þeim kostnaði sem erlendir leikmenn hafa í för með sér.

Lið utan af landi bentu á að það hafi reynst erfitt að fá íslenska leikmenn út á land og því sé mikilvægt að hafa þann valkost að geta fengið inn erlenda leikmenn. Einnig var bent á það að kostnaður vegna erlendra leikmanna væri ekki endilega meiri en af því að fá íslenska leikmenn. Það var líka bent á það að þeir sem séu nógu góðir fái að spila, að samkeppni sé af hinu góða og ungir leikmenn eigi jafn mikla möguleika og aðrir að komast í lið. Það sé ekki skylda að fylla lið af erlendum leikmönnum, félögin hafi það eins og þeim sé fyrir bestu, bæði rekstrarlega og félagslega.

Fréttir
- Auglýsing -