spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaTilkynning frá leikmönnum Fjölnis: Við í mfl.kvk erum virkilega sárar að lesa...

Tilkynning frá leikmönnum Fjölnis: Við í mfl.kvk erum virkilega sárar að lesa það sem er skrifað um okkur

Fjölnir tilkynnti í gær að félagið hyggðist ekki tefla fram liði í Subway deild kvenna á komandi tímabili. Tilkynninguna er hægt að lesa í heild hér, en til ástæðna telur félagið bæði skort á fjármagni og meistaraflokksleikmönnum.

Við þetta eru leikmenn Fjölnis frá síðasta tímabili ekki eitt sáttar, en hér fyrir neðan gefur að líta tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér í dag.

Fyrir hönd meistaraflokks kvenna í Fjölni viljum við aðeins fá að tjá okkur um nýjustu fréttir af liðinu. Stjórn körfuknattleiksdeildar sendir frá sér yfirlýsingu um að kvennaliðið verði dregið úr keppni í efstu deild. Ástæðurnar sem gefnar voru fyrir þeirri ákvörðun og hvað liggur á baki eru bara alls ekki réttar, þegar kemur að svokölluðum ,,samtölum við leikmenn liðsins.“  Staðreyndin er sú að það áttu sér engin samtöl við leikmenn varðandi þessa ákvörðun stað og er þessi ákvörðun því tekin einhliða án nokkurs samráðs við leikmenn.  Við í mfl.kvk erum virkilega sárar að lesa það sem er skrifað um okkur. ,Sagt er að liðið sé að missa mikið af leikmönnum og nái ekki í hóp og leikmenn séu hættir eða farnir annað, en staðan er hreinlega sú að, fyrir utan Heiði sem er á leiðinni úti í háskólaboltann og Steffy sem er frá vegna meiðsla, hefur enginn gefið það formlega út að hún sé farin eða hætt, eða búin að ,,leggja skóna á hilluna.“  Meðalaldur liðsins á afstönu tímabili var í kring um 20 árin og var einn 34 ára erlendur leikmaður sem hafði nokkur áhrif á þá tölu.  Þessar fullyrðingar stjórnar um brottför leikmanna eru því ekki á rökum reistar og úr lausu lofti gripnar.

Einhverjir leikmenn, fengu samtal daginn fyrir að yfirlýsingin kemur út, þar sem þeim var tilkynnt þessi ákvörðun stjórnar. Það að segja að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun tekin í samráði við leikmenn liðsins er bara ekki rétt þar sem við fengum engan veginn að tjá okkur um þessa ákvörðun, og ekkert samráð var haft við leikmenn með þessa ákvörðun. Var okkur tjáð að ákvörðunin hefði verið tekin útaf fjárhagsvanda sem við sýnum fullan skilning á, enda vissum við af honum fyrir og lítið við því að gera. Vert er að taka það fram að enginn íslenskur leikmaður Fjölnis í mfl kvk er á launum eins og hjá mörgum öðrum liðum mfl kvk og kk. Við viljum að það sé tekið fram að við sýnum því fullan skilning að fjárhagsvandamál séu ástæðan hér.  En við viljum að það sé sagt rétt frá í yfirlýsingu og leikmenn liðsins, sem hafa lagt sig fram við að gera gott úr mjög erfiðum kringumstæðum séu ekki notaðir sem afsökun á fölskum forsendum.

Kveðja
Mfl kvk Fjölnis.

Fréttir
- Auglýsing -