Keflavík tók á móti Val í Dominos deild karla í næst síðustu umferð deildarinnar í Blue höllinni í kvöld. Keflavík eru búnir að tryggja sér fyrsta sæti og deildarmeistaratitilinn en Valur er er í baráttu um 4. – 7. sætið.
Pavel var veikur og spilaði ekki. Valur byrjaði leikinn engu að síður mun hressari og settu fyrstu 8 stig leiksins. Heimamenn unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og voru um miðbik leikhlutans komnir yfir. Keflavík raðaði niður stigum gegn varnarlausum Valsmönnum í kjölfarið. Staðan eftir fyrsta leikhluta 31 – 22.
Valur voru mun beittari í vörn í byrjun annars leikhluta og þvinguðu Keflavík til að kasta frá sér boltanum ítrekað. En þar sem Valsmenn voru ekkert að hitta höfðu þeir lítið upp úr því. Þegar leið á leikhlutann fór boltinn að detta fyrir gestina sem komust næst 3 stigum frá heimamönnum. Keflavík voru síðan frábærir á lokamínútu leikhlutans. Staðan í hálfleik 56 – 45.
Sinisa Bilich meiddist eitthvað í fyrsta leikhluta og spilaði ekkert í öðrum. Hann mætti ekki með liðinu í seinni hálfleik. Ekki góðar fréttir fyrir Valsmenn.
Keflavík héldu vel á spilunum og Valur virtust ráðalausir í sókn fyrstu mínúturnar. Hvorugt lið komst á skrið í leikhlutanum en það voru heimamenn sem voru ögn betri og náðu að bæta aðeins í forystu sína. Staðan eftir þriðja leikhluta 80 – 65.
Það var lítið að frétt framan af fjórða og síðasta leikhluta, hvorugt lið að spila neitt sérstaklega vel. Keflvíkingar voru samt að gera það sem þurfti og bættu aðeins við forystuna í leiðinni. Leikhlutinn tíðindalaus og alveg laus við það að Valur kæmust inn í leikinn eða að Keflavík kláraði hann að alvöru. Lokatölur 101 – 82.
Byrjunarlið:
Keflavík: Dominykas Milka, Deane Williams, Hörður Axel Vilhjálmsson Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson.
Valur: Miguel Cardoso, Hjálmar Stefánsson, Sinisa Bilic, Kristofer Acox og Jordan Jamal Roland.
Hetjan:
Jordan Jamal Roland var bestur gestanna og Finnur Atli átti mjög góða innkomu af bekknum. Hjá heimamönnum átti allt byrjunarliðið mjög fínan leik.
Kjarninn:
Það var of stór biti fyrir Val að mæta Keflavík með Pavel veikan og Bilic meiddan eftir rúmar 7 mínútur. Keflavík gerði mikið af mistökum en Valur náði ekki að nýta sér það. Slakur leikur hjá báðum liðum þar sem betra liðið vann.
Viðtöl:
Hörður Axel Vilhjálmsson
Hjalti Þór Vilhjálmsson
Finnur Freyr Stefánsson