Keflvíkingar keyrðu upp hraðann í leiknum í þeirri von að þreyta gestina en Hamarsmenn þökkuðu bara fyrir sig og fannst þetta tempó í fínu lagi. Leikurinn var gríðarlega hraður í öðrum fjórðung og bæði lið að gera mistök. Staðan breytist lítið og staðan í hálfleik 47:45. Greinilegt að Hamarsmenn ætluðu sér í úrslitakeppnina.
Tíðindalítið í Keflavík
Það var fátt um fína í Keflavík þegar heimamenn sigruðu Hamar 107:100 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Hápunktur kvöldins var líklega ein ótrúlegasta flautukarfa vetrarins þegar Andre Dabney skoraði síðustu stig gestanna.
Strax eftir 3 mínútur voru bæði lið komin með 10 stig sitt hvor og Hamarsmenn í sinni svæðisvörn. Varnarleikur heimamanna var ekki uppá marga fiska og í stöðunni 10:13 gestina í vil vildi Guðjón SKúlason þjálfari fá að heyra aðeins í sínum mönnum sem voru frekar daufir. Þeir voru eitthvað sprækari Keflvíkingarnir sem komu inná og voru fljótlega komnir í stöðuna 16:13. Hörður Axel Vilhjálmsson splæsti svo í dýrari týpuna af blokki þegar hann fór uppá þriðju hæð og varði skot frá Marvin Valdimarssyni. En Hamarsmenn komu ekki til Keflavíkur til að láta að sér hæðast og áttu í fullu tré við heimamenn. 25:24 eftir fyrsta fjórðung og varnarleikurinn ekki í hávegum hafður hjá hvorugu liðinu.