spot_img
HomeFréttirTíð þjálfaraskipti hjá Jakobi

Tíð þjálfaraskipti hjá Jakobi

15:11 

{mosimage}

 

 

Íslenski landsliðsbakvörðurinn í körfuknattleik, Jakob Sigurðarson, leikur nú undir stjórn þriðja þjálfarans á þessari leiktíð en Jakob leikur með spænska liðinu Gestiberica Vigo í LEB 2-deildinni sem er þriðja efsta deild þar í landi.

 

Vigo tapaði á heimavelli um helgina, þar sem að varnarleikurinn var í fyrirrúmi, en leikurinn endaði 58:50 en andstæðingar Vigo voru Club Ourense Baloncesto. Jakob var í byrjunarliði Vigo og skoraði 11 stig á 37 mínútum.

 

Vigo hefur leikið illa á leiktíðinni og er í 17. sæti deildarinnar.

Jakob lék með bandarísku háskólaliði áður en hann fór í atvinnumennsku hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Leverkusen en hann endurnýjaði ekki samning sinn við þýska liðið þar sem hann fékk lítið að spreyta sig á lokakafla keppnistímabilsins.

 

Helgi Már Magnússon, fyrrum félagi Jakobs hjá KR, leikur sem atvinnumaður í Sviss og fagnaði Helgi sigri með BC Boncourt um helgina gegn Lugano Tigers, 68:62. Þessi lið áttust við í svissnesku bikarkeppninni á dögunum þar sem að Tiger hafði betur en Helgi og félagar hans náðu að snúa við blaðinu í þessum leik. Helgi lék í 21 mínútu fyrir Boncourt og skoraði hann 6 stig. Liðið er með 6 sigra og 6 töp það sem af er leiktíð.

 

www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -