Njarðvík minnkaði muninn í kvöld í einvígi sínu gegn Álftanesi í átta liða úrslitum Bónus deildar karla, 107-74.
Með sigri kvöldsins náði Njarðvík að framlengja einvígið um allavegana einn leik. Þeir þurfa þó enn að vinna næsta til að halda sér á lífi og fá oddaleik heima, en fjórði leikur liðanna fer fram komandi þriðjudag 15. apríl í Kaldalónshöllinni á Álftanesi.
Karfan spjallaði við mann leiksins leikmann Njarðvíkur Domynikas Milka eftir leik í IceMar höllinni.