spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞurfum að halda áfram að leggja allt í þetta

Þurfum að halda áfram að leggja allt í þetta

Stjarnan lagði ÍR í Umhyggjuhöllinni í kvöld í fyrsta leik átta liða úrslita Bónus deildar karla.

Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslit keppninnar.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Baldur Þór þjálfara Stjörnunnar eftir góðan sigur í fyrsta leik:

Baldur, ég hef orðið þess áskynja hérna í Garðabænum að menn hafa verið svona pínu stressaðir fyrir þessum leik þar sem gengið hefur kannski ekki verið alveg frábært svona síðustu vikurnar…þannig að ég veðja á það að þú sért býsna feginn að hafa náð þessum og það nokkuð örugglega svona að lokum?

,,Já, maður er alltaf ánægður þegar maður sigrar og það er líka bara erfitt að vinna í þessari deild! Það er mjótt á milli og öll liðin bara vel mönnuð. Það er leiðinlegt að tapa leikjum, maður verður alveg brjálaður og fer heim og er þungur og allt þetta. En þegar öllu er á botninn hvolft þá var ekki verið að ganga frá okkur í neinum af þessum leikjum og við vorum að spila við góð körfuboltalið þannig að maður þarf alltaf að halda í jákvæðnina.”  

Já akkúrat. Hvað gekk upp hjá ykkur einna helst í kvöld sem gerði það að verkum að þið náið sigrinum?

,,Varnarleikurinn í kvöld var bara til fyrirmyndar, í því lágu gæðin hérna í kvöld.

Var það vörnin hjá ykkur sem gerði það að verkum að Kavas setti einungis 2 stig í leiknum? Svona til að taka eitthvað út…

,,Já, Orri var einbeittur á honum og mér fannst ganga vel, það eru einhverjir faktorar sem hafa áhrif á þetta, vörn og hugarfar leikmanna og alls konar.” 

Það hjálpar náttúrulega líka að þið tókuð einhver 20 sóknarfráköst…ef þú værir hinum megin við borðið þá værir þú væntanlega brjálaður yfir því…

,,Já, við unnum þessa 50/50 bolta í dag, ef þú ert undir í þeirri baráttu þá tapar þú. Við þurfum að halda áfram að leggja allt í þetta.

Næsta verkefni er kannski í fyrsta lagi að átta sig á því að staðan er bara 1-0 ekki satt…?

,,Það er bara svoleiðis, bara leikur 2 sem verður erfiður, erfiður útivöllur og við þurfum að eiga topp leik til að vinna og koma okkur í 2-0.

Fréttir
- Auglýsing -