Ingi Þór Steinþórsson var að vonum súr með tap sinna kvenna gegn Keflavík enn eitt skiptið í dag. “Það vantaði meiri ákveðni, við hendum frá okkur 27 töpuðum boltum og það gengur ekki í körfubolta. Mér fannst við gera margt vel í leiknum en það vantar að berja frá sér þegar að maður er laminn.
Já súrt að tapa fyrir þeim, allir leikir gegn þeim hafa verið jafnir og spennandi og spennustigið hefur verið þeim í hag. Þessu þurfum við að breyta á næstu dögum og vera ákveðnari.
Þessi sigur hjá Keflavík fór langleiðina með að tryggja þeim toppsætið en það er svo sem nóg eftir, níu eða tíu keikir og margt eftir að gerast.” sagði Ingi þór við Karfan.is eftir leik og bætti við.
”Við ætluðum að gera það sama og í síðasta leik nema ekki að láta þær berja okkur frá körfunni, því miður tókst það ekki nógu vel. Ég skil eiginlega ekki af hverju við vorum inní leiknum eftir byrjunina í seinni hálfleik og þeirri staðreynd að við hendum frá okkur 27 boltum! En ég tek það útúr leiknum að við eigum mikið inni hjá fjórum leikmönnum og við líkt og önnur lið þurfum að hafa allar dömurnar á tánum.”