spot_img
HomeFréttirÞunnskipaður hópur Íslands mátti þola tap í undanúrslitum Evrópumótsins í Sófíu

Þunnskipaður hópur Íslands mátti þola tap í undanúrslitum Evrópumótsins í Sófíu

Undir 20 ára kvennalið Ísland laut í lægra haldi gegn Belgíu í kvöld í undanúrslitum Evrópumótsins í Sófíu í Búlgaríu, 87-51. Ísland mun því ekki leika til úrslita á mótinu, en þær eiga samt kost á að fara upp í A deild, þar sem efstu þrjú sæti keppninnar tryggja lið upp þetta árið.

Líkt og greint var frá í morgun kom upp matareitrun í nokkrum hópum liða á mótinu og sökum þess var íslenska liðið þunnskipað í dag. Af 12 leikmönnum Íslands á mótinu tóku aðeins 8 þátt í undanúrslitaleiknum á meðan að Belgía notaði 11 af sínum leikmönnum.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Eva Wium Elíasdóttir með 11 stig og þá skilaði Anna Lára Vignisdóttir 10 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Í hinum undanúrslitaleiknum vann Holland lið Tékklands. Verða það því Belgía og Holland sem leika næst úrslitaleik á meðan Tékkland mætir Íslandi í leik upp á þriðja sætið, en hann mun fara fram á morgun sunnudag 14. júlí kl. 14:30.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -