spot_img
HomeFréttirThuesen skaut einvígið jafnt

Thuesen skaut einvígið jafnt

09:21 

{mosimage}

 

 

Daninn Martin Thuesen gerði 3 stig í leik Snæfells og KR í Stykkishólmi í gær en þessi þrjú stig reyndust afdrifarík. Heimamenn héldu í sókn þegar um 14 sekúndur voru til leiksloka og staðan 82-83 KR í vil. Snæfell setti upp í leikkerfi, Jón Ólafur Jónsson gerði skotgabbhreyfingu á hægri kantinum og dró til sín tvo varnarmenn KR. Við það sendi Jón boltann á Thuesen sem hafði komið sér vel fyrir í horninu hjá varamannabekk KR. Daninn vippaði sér upp, skaut að körfunni og boltinn beint ofan í. Ævintýrakarfa og fyrstu og einu stig Thuesen í leiknum en hann lék í 17 mínútur, tók ekkert teigskot en var með 100% nýtingu í þriggja stiga skotum.

 

Staðan í einvígi KR og Snæfells er því 1-1 þar sem liðin hafa unnið sinn hvorn heimaleikinn en liðin mætast að nýju í DHL-Höllinni á laugardag kl. 16:00.

 

Skarphéðinn Ingason átti góðan dag í liði KR í gær og barðist venju samkvæmt af miklum krafti en alls voru sex leikmenn hjá KR sem gerðu 10 stig í leiknum eða fleiri.

 

Justin Shouse gerði 21 stig fyrir Snæfell í gær og gaf 9 stoðsendingar en félagarnir Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson voru báðir með 16 stig.

 

Mynd: www.stykkisholmsposturinn.is

Fréttir
- Auglýsing -