Þróttur í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur ákveðið að stofna meistaraflokk og senda til keppni í þriðju deild karla í vetur. Staðfesta forráðamenn félagsins þetta í viðtali við Víkurfréttir á dögunum.
Er það Birkir Alfons Rúnarsson sem verður formaður félagsins, en Arnór Ingi Ingvason mun vera spilandi þjálfari liðsins. Arnór Ingi er uppalinn Keflvíkingur, sem bæði lék með þeim í Dominos deildinni, sem og Hamri í fyrstu deild karla.
Viðtalið við Birki er hægt að lesa hér, en þar lofa þeir meðal annars að halda barna- og unglinganámskeið í vetur sem og að vera skemmtilegasta lið deildarinnar í vetur.
Mynd / Víkurfréttir