8:30
{mosimage}
Ísrael getur enn komist á Eurobasket
Undanriðlum fyrir keppni um eina lausa sætið sem eftir er á Evrópumótinu á Spáni sem fram fer í september, lauk í gær. Þær þrjár þjóðir sem mæta til Spánar sem mæta til Spánar í næstu viku og leika um þetta eina sæti eru Bosnía, Makedónía og Ísrael.
Fyrir keppnina í Serbíu fyrir tveimur árum komust Ísraelar einmitt áfram úr svona undankeppni og tryggðu sér þátttökuréttinn í Serbíu.
Á sama tíma og þessar þrjár þjóðir eigast við á Spáni verða aðrar þrjár þjóðir að spila um öllu leiðinlegra hlutskipti, á sama stað. Frændur okkar Danir og Svíar ásamt Ungverjum leika þá um hvaða tvær þjóðir falla í B deild að ári.
Mynd: Sanne Berg