spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÞrjár endursemja við Ármann - Varnarmaður ársins verður áfram

Þrjár endursemja við Ármann – Varnarmaður ársins verður áfram

Ármann tilkynnti á dögunum að liðið hefði náð samningum við þrjá leikmenn sem spilað hafa stórt hlutverk með liðinu síðustu tímabil. Þær Elfa Falsdóttir, Anna Lóa Óskarsdóttir og Telma Lind Bjarkadóttir hafa skrifað undir samning þess efnis að þær spili með liðinu á komandi leiktíð.

Ármenningar enduðu í 5. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa lent í vandræðum eftir áramót. Liðið ætlar sér greinilega að gera betur en nýverið samdi liðið við þær Huldu Ósk frá Þór Ak og Aníku Lindu frá Tindastól, einnig samdi liðið við Alariu Mayze á dögunum. Einnig hefur liðið endursamið við sína leikmenn uppá síðkastið.

Tilkynningu Ármenninga má lesa í heild sinni hér að neðan:

Lykilleikmenn endursemja

Nú þegar styttist rækilega í nýtt tímabil hjá okkur Ármenningum er það okkur heiður að tilkynna að þrír lykilleikmenn hafa samið um að leika áfram með félaginu. Þetta eru þær Elfa Falsdóttir, Telma Lind Bjarkadóttir og Anna Lóa Óskarsdóttir.

Elfa kom til félagsins á þar síðasta tímabili og hefur verið gríðalega öflug viðbót í liðið. Hún var valin varnarmaður ársins af þjálfurum 1. deildarinnar á nýliðinni leiktíð og var með 11 stig og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir liðið.

Telma hefur leikið með Ármann síðan tímabilið 2019-2020 er liðið var endurvakið og því verið hluti af liðinu frá upphafi þessarar uppbyggingar. Hún hefur leikið stórt hlutverk síðan og var með 12 stig að meðaltali tímabilið 2022-2023.

Anna Lóa kom til félagsins fyrir tveimur árum eftir að hafa leikið með Haukum og Breiðablik á sínum ferli. Hún var með 3 stig að meðaltali á síðustu leiktíð en barátta hennar og ógn af þriggja stiga línunni hefur reynst mikilvæg fyrir liðið.

Það eru frábærar fréttir að þær hafi ákveðið að leika áfram með félaginu og styrkir liðið mikið. Ljóst er að leikmannahópurinn er klár og liðið orðið ansi öflugt.

Áfram Ármann!

Fréttir
- Auglýsing -