spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þrír nýliðar í liðinu sem mætir Slóvakíu í kvöld

Þrír nýliðar í liðinu sem mætir Slóvakíu í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið mun í kvöld kl. 19:30 mæta Slóvakíu í Ólafssal í þriðja leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Frítt verður á leik kvöldsins í Ólafssal í boði VÍS á meðan húsrúm leyfir, en einnig verður leikurinn í beinni útsendingu frá kl. 19:20 á RÚV 2.

Þá skal tekið fram að húsið opnar kl. 18:15 og verða bæði hamborgarar og pítsur til sölu.

Hérna er heimasíða mótsins

15 leikmanna æfingahópur liðsins var kynntur á dögunum, en hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn verða í liði Íslands í kvöld.

Agnes María Svansdóttir – Keflavík 2 leikir

Anna Ingunn Svansdóttir – Keflavík 10 leikir

Anna Lára Vignisdóttir – Keflavík nýliði

Dagbjört Dögg Karlsdóttir – Valur 20 leikir

Danielle Rodriquez – Fribourg nýliði

Diljá Ögn Lárusdóttir – Stjarnan 6 leikir

Eva Wium Elíasdóttir – Þór Akureyri  2 leikir

Hanna Þráinsdóttir – Aþena – 2 leikir

Kolbrún María Ármannsdóttir – Stjarnan nýliði

Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík 20 leikir

Þóra Kristín Jónsdóttir – Haukar 33 leikir

Tinna Guðrún Alexandersdóttir – Haukar 6 leiki

Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson

Aðstoðaþjálfarar: Halldór Karl Þórsson & Ólafur Jónas Sigurðsson

Fréttir
- Auglýsing -