spot_img
HomeFréttirÞrír mikilvægir leikir á dagskrá í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje

Þrír mikilvægir leikir á dagskrá í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje

Þrír leikir fara fram á Norðurlandamótinu í Södertalje í dag. Það sem af er móti hafa liðin þrjú í Svíþjóð aðeins tapað einum leik og unnið sjö samanlagt, því eru þau öll enn í góðu færi á að vinna mótið.

Leikur undir 20 ára karla í dag er undanúrslitaleikur og fari svo þeir vinni hann munu þeir leika til úrslita á mótinu á morgun sunnudag. Segja má að leikur undir 20 ára kvenna sé einnig undanúrslitaleikur, því ef þær vinna sinn leik með meira en 7 stigum munu þær einnig leika úrslitaleik í mótinu á morgun. Þá er undir 18 ára lið drengja einnig taplaust það sem af er móti þegar tveir leikir eru eftir, fari svo þeir vinni í dag munu þeir aldrei getað endað neðar en í öðru sæti mótsins.

Hérna verður hægt að horfa á leiki í beinni útsendingu

Hérna verður lifandi tölfræði

Hérna eru liðin þrjú sem keppa í Södertalje

Leikir dagsins

Norðurlandamót Södertalje

U18 Drengja

Ísland Finnland – kl. 11:30

U20 Kvenna

Ísland Finnland – kl. 13:15

U20 Karla

Ísland Eistland – kl. 16:00 / Undanúrslitaleikur

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -