Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst í dag að niðurstöðu í fjórum málum.
Niðurstöðurnar er hægt að lesa hér fyrir neðan, en þrjú þeirra vörðuðu leikmenn í meistaraflokki og eitt mál varðaði leikmann í yngri flokkum.
Samkvæmt aga- og úrskurðanefndinni fer Matej Kavas leikmaður ÍR í Bónus deild karla í eins leiks bann, Birgir Örn Birgisson þjálfari Vestra í 2. deild karla í eins leiks bann og Earlden Minasalvas leikmaður Stálúlfs í 3. deild karla í tveggja leikja bann.
Agamál 44/2024-2025
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Birgir Örn Birgisson, þjálfari Vestra sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Vestra gegn Aþenu/Leiknir R, sem fram fór þann 25 janúar 2025.
Agamál 46/2024-2025
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Earlden Minasalvas , leikmaður Stál-Úlfs, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Stál-Úlfs gegn Haukar b, sem fram fór þann 26 janúar 2025.
Agamál 47/2024-2025
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Matej Kavas, leikmaður ÍR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik ÍR gegn Álftanes, sem fram fór þann 30 janúar 2025.