spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þrír leikmenn og þjálfari eygja þess von að fara á þriðja lokamótið

Þrír leikmenn og þjálfari eygja þess von að fara á þriðja lokamótið

Íslenska landsliðið kom til Ungverjalands í gær til þess að leika gegn heimamönnum kl. 17:00 í dag í næst síðasta leik undankeppni EuroBasket 2025. Leikur dagsins verður í beinni útsendingu kl. 17:00 á RÚV, en Stofan mun hefjast fyrir leik kl. 16:30.

Fari svo að Ísland vinni leikinn eru þeir öruggir með farmiða á lokamótið sem fram fer í Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og á Kýpur í lok ágúst.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Í tvígang áður hefur Ísland farið á lokamót EuroBasket. Það gerði liðið tvisvar í röð, fyrra skiptið þar sem riðlakeppnin fór fram í Berlín í Þýskalandi árið 2015 og svo tveimur árum seinna í Helsinki í Finnlandi árið 2017.

Vegna breytinga á fyrirkomulagi keppninnar hefur aðeins ein keppni verið haldin síðan Slóvenía vann mótið árið 2017, en það var árið 2022 þar sem Spánn varð Evrópumeistari og mótið var haldið í Tékklandi, Þýskalandi, ítalíu og Georgíu.

Þrátt fyrir að komin séu átta ár síðan Ísland var síðast á lokamóti EuroBasket í Helsinki eru nokkrir leikmanna liðsins þeir sömu og voru með liðinu þá. Þeir eru Ægir Þór Steinarsson fyrirliði, Haukur Helgi Briem Pálsson, Martin Hermannsson, Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason.

Sé litið lengra til baka til Berlínar árið 2015 voru þar einnig Martin Hermannsson, Haukur Helgi Briem Pálsson og Ægir Þór Steinarsson. Að sjálfsögðu var einnig sami þjálfari með bæði liðin 2015 og 2017, Craig Pedersen.

Hér fyrir neðan má sjá hópa íslenska liðsins á lokamótum EuroBasket

EuroBasket 2015

Martin Hermannsson, Axel Kárason, Ragnar Nathanaelsson, Jakob Sigurðarson, Hlynur Bæringsson (fyrirliði), Jón Arnór Stefánsson, Helgi Már Magnússon, Hörður Vilhjálmsson, Logi Gunnarsson, Pavel Ermolinskij, Haukur Pálsson, Ægir Steinarsson (þjálfari: Craig Pedersen)

EuroBasket 2017

Martin Hermannsson, Ægir Steinarsson, Kristófer Acox, Hlynur Bæringsson (fyrirliði), Jón Arnór Stefánsson, Elvar Már Friðriksson, Hörður Vilhjálmsson, Logi Gunnarsson, Pavel Ermolinskij, Haukur Pálsson, Tryggvi Hlinason, Brynjar Þór Björnsson (þjálfari: Craig Pedersen)

Fréttir
- Auglýsing -