Evrópumót kvennalandsliða er nú í fullum gangi í Frakklandi og lýkur mótinu 30. júní. Sá sögulegi atburður gerðist í leik Ítalíu og Spánar að þrír kvenkyns dómarar dæmdu saman leik í úrslitakeppni Evrópumóts.
Þetta voru þær Jasmina Juras frá Serbíu, Fabiana Martinescu frá Rúmeníu og Ilona Kucerova frá Tékklandi. Í viðtali við FIBAEurope.com segja þær að þær hafi ekki gert sér grein
fyrir að þetta væri sögulegt en þær hafa dæmt fjölmarga leiki í Evrópukeppnum félagsliða.
Þess má geta að Spánverjar unnu leikinn 71-59.
Til samanburðar má þess einnig geta að engin kona dæmdi leik á vegum dómaranefndar KKÍ síðasta vetur!