spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÞrír í röð hjá Njarðvík - Lögðu Stjörnuna örugglega í Umhyggjuhöllinni

Þrír í röð hjá Njarðvík – Lögðu Stjörnuna örugglega í Umhyggjuhöllinni

Njarðvík lagði Stjörnuna í Umhyggjuhöllinni í 6. umferð Bónus deildar kvenna, 77-89. Eftir leikinn er Njarðvík með fjóra sigra og tvö töp á meðan Stjarnan er með tvo sigra og fjögur töp. Nokkur sigling er á Njarðvík í deildinni þar sem þær hafa unnið síðustu þrjá leiki sína. Stjarnan aftur á móti hefur tapað tveimur síðustu viðureignum sínum.

Gangur leiks

Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komu þær inn í leikinn með hátt orkustig og við það var vörninn þeirra mjög góð, gerðu vel í að loka teignum og svo að fara út í fín closeout. Þegar fyrsta leikhlutinn var búinn voru þær að vinna 23 – 17.

Einar Árni hefur greinilega sagt eithvað gáfulegt eftir fyrsta leikhluta og komu hans konur út miklu betri, það er hægt að seigja að Brittany Dinkins hafi átt stóran part í því en hún endaði með 15 stig í fyrri leikhluta, Stjörnu stúlkur áttu erfit með að ráða við hana og komst hún full auðveldlega á sína staði. Njarðvík komst mest yfir með 12 stigum í þessum leikhluta og fóru þær inn í hálfleik með foryrstu, 36 – 47

Í þriðja leikhluta byrjuðu Njarðvík frábærlega og voru að gera sig líklegar að stinga algjörlega af, leit frekar mikið út eins og að Stjörnunni vantaði einhverja til að fara upp með boltan og stilla upp. Varnarlega voru þær að hleypa mönnum alltof auðvleglega framhjá sér og sást það aðalega á því að Njarðvík þurfti ekki flóknar færslur til að brjóta þær.

Þegar það leið aðeins meira á leikhlutan gerðu Stjörnustelpur vel í að koma sér á hringinn og uppiskáru með slatta af vítum á stuttum kafla, það hélt þeim algjörlega í leiknum. Á sama tíma og það var að gerast byrjuðu Njarðvík að spila mjög “sloppy” og voru með nokkra glórulausa tapaða bolta. Einar greinilega ekki sáttur með spilamensku sinnra kona og uppiskar hann það með tæknivillu seint í þriðjaleikhluta. Stjarnan síðan endar á góðu playi, þetta var Pick and Roll og endaði á því að Dilja fann Bergdísi undir körfunni í gal opið layup

Í fjórða leikhluta héldu Stjarnan áfram að minnka muninn, og vörninn var mjög góð á þessum tímapunkti. Stjarnan gerðu vel í að halda sér í leiknum lengi en síðan eftir mistök í sókninni fengu þær körfu á sig í bakið og varð munurinn þá 7 stig þegar það var ein og hálf mínúta eftir, sem þýddi að þetta var mjög erfið leið til baka fyrir þær. Þá tók Óli leikhlé og kom ekki mikið úppur því, hæg sókn og endaði hún með erfiðu skoti frá Dilju sem fór ekki ofan í. Eftir það var ekki mikið hægt að gera fyrir heimastúlkur og endaði leikurinn 77 – 89

Atkvæðamestar

Fyrir gestina var Brittany Dinkins stigahæst með 29 stig, en hún var frábær í öðrum leikhluta, hún fór ekki útaf í eina sekúndu allan leikinn sem er magnað. eftir henni var Ena Viso með 14 stig en Bo Guttormsdóttir var með frábæra innkomu af bekknum en hún var með 8 fráköst, og nokkur af þeim mjög mikilvæg.

En hjá heimastúlkum voru bæði Kolbrún og Denia Davis báðar með 24 stig, en Bára Björk var frábær í þessum leik þótt að það komi ekki fram á stattinu, hún var með nokkur frábær varna play sem að leiddi í að orkan fór upp hjá Stjörnunni.

Kjarninn

Að mínu mati var slakur annar leikhluti og fyrri hluti af þeim þriðja Stjörnunni að falli, þær voru með nokkra glórulausa tapaða bolta og leifðu Njarðvík að stjórna orkunni og hraðanum á leiknum. Þær gerðu vel í að gera þetta að leik en það var ekki nóg til að sækja sigur.

Hvað svo?

Næst fer Stjarnan á Hlíðarenda og spilar erfiðan leik á móti Val, en Njarðvíkingar taka á móti Hamar/Þór í Icemar höllinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -