Tindastóll hefur gengið frá samningum við þrjá uppalda efnilega leikmenn sína, Axel Jónas og Sigurð, en þeir munu því allir vera með liðinu á komandi tímabili í Bónus deild karla.
Dagur formaður félagsins segir þetta góðar fréttir í fréttatilkynningu “Það er mjög mikilvægt að tryggja að ungir og efnilegir leikmenn fái tækifæri til að spreyta sig með meistaraflokknum, það er uppskera bæði fyrir þá sem leikmenn og fyrir félagið í heild og skiptir miklu máli til framtíðar”
Benedikt þjálfari tekur undir orð Dags “Jónas, Siggi og Axel hafa verið virkilega duglegir á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa staðið sig virkilega vel og það sem er mikilvægast er að þeir eru að bæta sig í hverri viku. Það er frábært fyrir að Tindastól að eiga svona efnilega og duglega stráka sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu.”
Mynd / Tindastóll FB – Davíð Már