spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞriggja stiga tap Maroussi

Þriggja stiga tap Maroussi

Elvar Már Friðriksson og Maroussi máttu þola tap gegn Tofas Bursa í annarri umferð FIBA Europe Cup í kvöld, 74-77.

Á tæpum 28 mínútum spiluðum var Elvar Már með 16 stig, frákast og 7 stoðsendingar, en hann var næst framlagshæstur í liði Maroussi í leiknum.

Eftir leikinn er Maroussi í öðru sæti riðils síns. Tveir leikir eru eftir af keppninni, en tvö efstu liðin fara áfram.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -