Þór 84-81 Haukar
Þór 20-17-27-20
Haukar 20-22-16-23
Þór mætti Haukum í þriðju umferð Subway deildar karla í kvöld. Leikurinn endaði Þór 84, Haukar 81.
Bæði lið höfðu unni einn leik og tapað einum fyrir leikinn í kvöld og eru í 5-8 sæti eftir 2 umferðir. Þór vann Stjörnuna meðan Haukar biðu lægri hlut á móti Njarðvík þar sem Milka fór vægast sagt illa með sinn gamla félaga Okeke.
Byrjunnarlið:
Þór: Davíð, Fotios, Tómas, Darwin, Pruitt
Haukar: Sigvaldi, Osku.H, D.Okeke,Ville T, Jalen.M
Fyrri hálfleikur byrjar rólega, haustbragur á varnar og sóknarleik liðana og bæði lið oft ekki að ná að klára sóknir með skoti. Liðin svoldið að drippla loftið úr boltanum og halda ekki sóknarmanni fyrir framan sig. Þór 37-42 Haukar. Annars er nýtingin góð í fyrri hálfleik hjá báðum liðum. Þór var að hitta 44% þar af 64% tveggja en 23% í þriggja 4 af 17. Haukar eru að hitta 43% og mun betur fyrir utan.
Seinni hálfleikur fer betur af stað betri körfubolti. Þór nær yfirhöndinni keyra meira á vörn Haukar sem ná ekki að stoppa þá og finna ekki lausn í sókninni gegn góðri vörn Þórs. Þórsarar klára leikinn, Þór 84-81 Haukar.
Hjá Tómas Valur 7 af 7 í tveggja stiga og 7 af 7 í vítum og endaði með 21 stig auk þess sem að Lárus fékk gott framlag frá þrenningunni Emil,Ragga og Davíð.
Maté hefur margt að segja sínum mönnum sem þurfa betri einbeitingu í næstu leikjum. Hann er með nýtt lið sem þarf smá tíma. Kannski voru spekingar of ákáfir í að tala um að Haukar væru vel undirbúnir, allt þarf tíma.
Þór: Tómas Valur 21 stig Darwin Davis 20 stig 7 stoð.
Haukar: Jalen.M 24 stig 9 frk 8 stoð. D.Okeke 19 stig 15 frk.