09:21:50
Philadelphia 76ers eru á miklu flugi þessa dagana þrátt fyrir að hafa misst framherjann Elton Brand í meiðsli það sem eftir er af tímabilinu. Í nótt bættist þriðji sigurinn í röð í safnið þegar þeir lögðu Phoenix Suns á heimavelli sínum. Suns áttu að vísu afleitan leik en engu að síður stóðu hinir ungu og efniolegu leikmenn Philadelpjhia sig vel og sóttu góðan sigur til að tryggja stöðu sína í úrslitasæti í Austurdeildinni.
Annað lið sem kom skemmtilega á óvart í nótt var Milwaukee Bucks, en þrátt fyrir mikil meiðslavandræði unnu þeir stóran sigur á Houston Rockets. Charlie Villanueva, Ramon Sessions og Richard Jefferson héldu merki Bucks á lofti og rúlluðu yfir Rockets á köflum.
New Orleans Hornets sýna sífellt betur að Chris Paul er hjartað og sálin í liðinu og að þeir geta illa án hans verið. Þeir töpuðu í nótt gegn Memphis Grizzlies, sem hafa staðið sig vel að undanförnu eftir erfiðan kafla þar sem þeir töpuðu 12 leikjum í röð.
Loks unnu Charlotte Bobcats góðan sigur á LA Clippers, en lykilmaðurinn í sigrinum var Vladimir Radmanovic, framherjinn sem þeir fengu frá LA Lakers fyrir skemmstu, en hann gerði 13 stig, þar af níu í lokafjórðunginum þar sem Bobcats sigu framúr eftir spennandi leik.
Radmanovic hafði ekki einu sinni farið á æfingu hjá liðinu áður en hann steig út á gólfið en virtist finna sig vel,. Hann er 23. leikmaðurinn til að klæðast treyju Charlotte í vetur, en ekkert lið hefur notað fleiri leikmenn.
Úrslit næturinnar:
Phoenix 91
Philadelphia 108
LA Clippers 73
Charlotte 94
Houston 112
Milwaukee 124
New Orleans 80
Memphis 85
ÞJ