Selfoss hefur samið við Tony Wroten um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í fyrstu deild karla.
Tony er 31 árs 198 cm bandarískur bakvörður sem síðast lék í eftsu deild í Úrúgvæ. Tony er líklegast þekktastur fyrir tíma sinn í NBA deildinni, en hann var valinn með 25. valrétt nýliðavalsins af Memphis Grizzlies árið 2012 og lék í deildinni til 2015.
Þá hefur hann einnig spilað à Spàni, Grikklandi, Pòllandi og nú síðast í Úrúgvæ.
Samkvæmt félaginu mun Tony koma til Selfoss í upphafi næsta árs.
Wroten er þriðji fyrrum NBA leikmaðurinn sem íslensk lið semja við á síðustu vikum, en fyrir var Justin James kominn á Álftanes og Ty Shon Alexander til Keflavíkur í Bónus deildinni.
Tilkynning:
Selfoss Karfa hefur samið við ameríska bakvörðinn Tony Wroten og mun hann leika með liðinu seinni hluta tímabilsins. Tony hefur leikið í mörgum sterkustu deildum heims þar à meðal NBA deildinni þar sem hann spilaði með Memphis Philadelphia og New York Knicks. Hann hefur einnig spilað à Spàni, Grikklandi, Pòllandi og nú síðast í Uruguay.
Tony er væntanlegur à Selfoss í byrjun janúar 2025.