Carmen Tyson-Thomas, leikmaður Njarðvíkur í Domino's deild kvenna lætur ekki sitt eftir liggja nú þegar þrennuvaktin er byrjuð. Carmen skellti í kvöld í eina af stærri gerðinni með 37 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Hún var aðeins 3 stolnum boltum frá ferfaldri tvennu en Carmen stal 7 slíkum í leiknum í kvöld. Ótrúlegur leikmaður.
Hjá Grindavík vantaði Ashley Grimes aðeins 2 stoðsendingar upp á að landa sinni fyrstu þrennu í vetur. Það líður ekki á löngu þar til hún og fleiri í Domino's deild kvenna senda inn sín framlög.
Annars æsispennandi deild í kvennaboltanum þar sem öll lið hafa tapað a.m.k. einum leik eftir 3 umferðir.
Domino's deild kvenna:
12/10/2016 – Carmen Tyson-Thomas, Njarðvík – 37 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
1. deild karla:
10/10/2016 – Aaron Moss, Höttur – 18 stig, 18 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
Þrennukóngar og -drottningar ársins:
Carmen Tyson-Thomas, Njarðvík: 1
Aaron Moss, Höttur: 1