Körfuboltinn er farinn að skoppa aftur á Íslandi og sömuleiðis byrja þrennurnar að streyma inn. Það var Aaron Moss, leikmaður Hattar á Egilsstöðum sem opnaði reikninginn fyrir þetta árið með myndarlegri þrennu í sigri á FSu fyrir austan með 18 stig, 18 fráköst og 10 stoðsendingar.
Fleiri voru þrennurnar ekki í fyrstu umferðinni en Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar var aðeins 2 stoðsendingum frá þrefaldri tvennu í sínum fyrsta leik í efstu deild á Íslandi í ansi langan tíma með 17 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar.
1. deild karla:
10/10/2016 – Aaron Moss, Höttur – 18 stig, 18 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
Þrennukóngar og -drottningar ársins:
Aaron Moss, Höttur: 1