15:53
{mosimage}
Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Hauka, var valin besti leikmaður lokaúrslita Iceland Express deildar kvenna en hún var með 22,3 stig, 11 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu. Helena nýtti skotin sín mjög vel sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Helena skoraði 3,3 þriggja stiga körfur að meðaltali í einvíginu en var engu að síður með 52% skotnýtingu. Frá þessu er greint á www.haukar-karfa.is
Líkt og í fyrra vantaði aðeins örlítið upp á að Helena næði að vera með þrefalda
tvennu að meðaltali í leik. Bæði árin hefur Helenu aðeins vantað tvær stoðsendingar upp á en í fyrra var hún með 18 stig, 13 fráköst og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena hefur því skoraði 143 stig (20,4 í leik), tekið 83 fráköst (11,9) og gefið 66 stoðsendingar (9,4) í lokaúrslitum kvenna, Haukaliðið hefur unnið 6 af 7 leikjum og Íslandsmeistaratitilinn í bæði skiptin.
Árangur Helenu í úrslitaleikjum er einnig mjög eftirtektarverður en Haukaliðið
hefur aldrei tapað úrslitaleik eða úrslitaeinvígi með hana innanborðs. Helena
hefur verið með tvennu í öllum leikjum og er að dansa við þrefalda tvennu að
meðaltali.
Úrslitaleikir og úrslitaeinvígi Hauka með Helenu Sverrisdóttur:
Lokaúrslit Íslandsmótsins
2006 3 leikir (3 sigrar, 34,3 mínútur – 18,0 stig – 13,0 fráköst – 9,3
stoðsendingar)
2007 4 leikir (3 sigrar, 35,3 mínútur – 22,3 stig – 11,0 fráköst – 9,5
stoðsendingar)
Bikarúrslitaleikir
2007 78-77 sigur á Keflavík (23 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar)
2005 72-69 sigur á Grindavík (22 stig, 9 fráköst, 11 stoðsendingar)
Úrslitaleikir fyrirtækjabikarsins
2005 77-63 sigur á Keflavík (20 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar)
2006 91-73 sigur á Grindavík (33 stig, 8 fráköst, 12 stoðsendingar)
{mosimage}