Jay Threatt er annar tveggja leikmanna sem að Snæfell hefur samið við fyrir næsta vetur. Kappinn er 177 cm á hæð og 22 ára bakvörður sem lék með Delaware háskólanum. Kappinn er þjófóttur með eindæmum en hann endaði hæstur í stolnum boltum í sínum riðli með Delaware.
"Ég trúi því varla þegar ég heyri að lið erlendis frá hafi áhuga á að fá mig til sín. Að spila sem atvinnumaður í körfubolta er eitthvað sem ég hef dreymt um síðan ég var 11 ára. Ég hef heyrt aðeins frá nokkrum sem hafa spilað á íslandi og þeir segja deildina góða og flottur staður til að hefja minn atvinnumannaferil. Ég tel mig vera kraftmikinn leikmann og mun gera það sem þjálfarinn biður um. Ég geri allt til að sigra og minn helsti styrkleiki myndi ég segja að ég les leikinn vel og það mun ég koma til með að taka með mér til Snæfells." sagði Threatt og bætti við. "Ég ætla að halda áfram að bæta minn leik og ofar öllu að leiða Snæfell til titils á næsta tímabili."