Eftir að hafa komið sér nokkuð þægilega fyrir í Dallas í um 8 ár hefur Jason Terry síðastliðin tímabil nánast lifað lífi sínu í ferðatöskunni. Kappinn hefur flakkað á milli fjögurra liða síðustu 2 ár og er nú komin til Houston Rockets fyrir komandi tímabil. Houston lét Sacramento Kings frá Alonzo Glee og Scotty Hopson fyrir Jason Terry og tvo valrétti í háskólaboltanum. Þrátt fyrir að vera skipt til Kings á síðasta tímabili frá Brooklyn Nets spilaði hann aldrei í búning fyrir Sacramento þar sem hann átti við hné meiðsl að stríða. Terry hefur sett 15 stig í leik á 15 ára ferli sínum í NBA deildinni.