Njarðvík hefur samið við Þorvald Orra Árnason fyrir yfirstandandi tímabil í Subway deild karla.
Þorvaldur sem er 21 árs var á mála hjá Cleveland Charge, sem er venslalið Cleveland Cavs í NBA deildinni. Áður var Þorvaldur hjá KR þar sem hann ól manninn og vakti athygli fyrir góða frammistöðu í Subway deildinni. Þar skilaði hann 13 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.