KR-ingurinn Þorvaldur Orri Árnason hefur skráð sig í nýliðaval þróunardeildar NBA deildarinnar.
Skráningafrestur fyrir valið er nú fyrir helgina þann 16. júní en valið sjálft fer fram þann 28. júní.
Þorvaldur Orri verður hluti af fyrsta árgangnum sem valinn er inn í deildina í gegnum sérstakt alþjóðlegt val, en þar geta leikmenn á aldrinum 18 til 21. árs sett nafn sitt í hattinn og vonað að eitthvað af liðum þróunardeildarinnar velji þá.
Þorvaldur átti ágætt tímabil með KR eftir að hafa verið einn af betri leikmönnum silfurliðs Íslands á undir 20 ára Evrópumóti síðasta sumars. Í 23 leikjum með KR í Subway deildinni á síðasta tímabili skilaði Þorvaldur 13 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.