10:06
{mosimage}
Í gærkvöldi mættust liðin í 2.-3. sæti í 1. deild karla, Breiðablik og Valur. Leikið var í Smáranum og það lið sem tryggði sér sigur myndi ná 2. sætinu en bæði þessi lið voru með 8 stig fyrir leikinn. Leikurinn var harður og þurftu dómarar leiksins, Davíð Hreiðarsson og Einar Skarphéðinsson, að taka á honum stóra sínum.
Valur skoraði fyrstu körfu leiksins en þar var Kolbeinn Soffíuson að verki en Sævar Sævarsson kom Breiðablik yfir með þrist fljótlega. Kolbeinn skoraði aðra körfu fyrir Val en þá náðu Blikar góðu áhlaupi og skoruðu þeir 8 stig í röð og leiddu, 11-4. Breiðablik leiddi næstu mínútur en Valur náði að jafna 19-19 á lokamínútu leikhlutans með 0-9 áhlaupi. Heimamenn leiddu þó eftir 1. leikhluta með 1 stigi, 22-21, en Leifur Árnason og Zach Ingles skoruðu síðustu stig leikhlutans, Leifur með þrist og Zach af vítalínunni.
Valsmenn voru betri í 2. leikhluta og leiddu að honum loknum, 37-44. Þeir komust yfir
með fyrstu körfunni frá Haraldi Valdimarssyni en Blikar náðu fljótlega forystunni á ný, 27-23. Valur jafnaði leikinn, 27-27, með stigum frá Matte Cavallini og Zach Ingles og náðu forystunni, 28-29, og leiddu það sem var út leikhlutann. Mesti munurinn var í
endann en þá voru þeir 7 stigum yfir.
{mosimage}
Í 3. leikhluta var allur stígandi með Blikum þó þeir kæmust aldrei yfir. Jónas Ólason fór á kostum í leikhlutanum fyrir Blika en hann skoraði 13 stig í leikhlutanum og þar af 9 stig
úr þristum. Á tveggja mínútna kafla skoraði hann þristana sína og sá síðasti var næstum því flautukarfa en hann skildi lítið eftir á klukkunni þegar boltinn
fór ofan í. Valsmenn leiddu með 1 stigi í lok leikhlutans, 65-66.
Lokaleikhlutinn var gífurlega spennandi og mikil harka. Breiðablik komst yfir 72-71 en Zach Ingles kom Valsmönnum fljótlega yfir á ný með þrist, 72-74. Breiðablik jafnaði leikinn, 74-74, og liðin skiptust á að hafa forystuna næstu mínútur. Jónas Ingason kom Blikum yfir fyrir fullt og allt með þrist, 82-81. Í stöðunni 84-82 Blikum í vil fór Sævar Sævarsson, leikmaður Blika, á línuna og lítið eftir af leiknum. Hann geigaði í báðum skotunum sínum en Þorsteinn Gunnlaugsson náði sóknarfrákastinu og gaf á Sævar sem var brotið á. Nú fékk hann tækifæri á ný til að koma Blikum í þægilegt forskt af línunni og hann setti bæði vítin sín í þetta sinn. Jónas Ingason skoraði síðasta stig liðs síns af vítalínunni með innan við sekúndu eftir og Breiðabliks sigur 87-82.
Hjá Breiðablik var Þorsteinn Gunnlaugsson yfirburðarmaður með 17 stig og 27 fráköst og Jónas Ingason kom sterkur af bekknum með 17 stig.
Hjá Val var Zach Ingles með 19 stig og Matteo Carvallini með 15 stig.
Texti: [email protected]
Myndir: Snorri Örn Arnaldsson – [email protected]
{mosimage}
{mosimage}