spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÞórsstúlkur færðu sig nær toppsætinu

Þórsstúlkur færðu sig nær toppsætinu

Tindastóll tók á móti Þórsurum frá Akureyri í norðurlandsslag í Subway deild kvenna í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Þórsarar höfðu unnið fyrri leik liðanna og heimakonur áttu því harma að hefna.

Leikurinn fór afar rólega af stað í stigaskorun en gestirnir þó aðeins á undan og leiddu 7-12 um miðjan fyrsta leikhluta. Randi minnkaði muninn með þrist og leikurinn var í járnum út leikhlutann, staðan 18-18 að honum loknum. Enn var fremur lítið skorað en heimakonur náðu ágætum spretti í seinni hluta annars leikhluta og náðu 10 stiga forystu þegar mínúta var til hálfleiks 44-34. Amendine átti þó síðustu 5 stig hálfleiksins og minnkaði muninn í 44-39 fyrir hálfleik.

Heimakonur í Tindastól áttu svo afleitan þriðja leikhluta, bæði í sókn og vörn. Gestirnir voru mun hraðari og keyrðu framhjá Tindastólskonum eins og þær væru æfingakeilur, hvað eftir annað. Þegar upp var staðið höfðu Þórskonur sett 24 stig í leikhlutanum gegn aðeins 9 stigum heimakvenna og leiddu með 10 stigum fyrir lokaleikhlutann 53-63. Munurinn hélst í byrjun fjórða leikhluta en svo fóru skotin að detta betur hjá Stólum og uppúr miðjum leikhlutanum var munurinn einungis 1 stig 71-72 eftir víti frá Randi. Stólar komust svo yfir með þristi frá Edytu þegar 2 mínútur lifðu leiks og spennan í algleymingi í Síkinu. Í stöðunni 80-80 fóru Stólar í sókn og einungis 22 sekúndur eftir. Amendine brýtur klaufalega á Randi þegar 8 sekúndur voru eftir og hún fer á vítalínuna en brennir báðum vítunum. Þórsarar bruna fram og Amendine tryggir þeim sigurinn með lokaskotinu þegar 2 sekúndur lifðu leiktímans.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Hjá Tindastól átti Randi stórleik með 34 stig og 11 fráköst en hjá gestunum voru Esther Fokke og Amendin með 25 og 23 stig og Eva Wium skilaði 17 stigum, þar af 15 af vítalínunni

Viðtöl


Umfjöllun – Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -