spot_img
HomeFréttirÞórssigur í Icelandic Glacial höllinni í kvöld

Þórssigur í Icelandic Glacial höllinni í kvöld

Þór tók á móti ÍR í frekar bragðdaufum leik. Þessi leikur var engin flugeldasýning og var lítill kraftur í báðum liðum. Heimamenn virtust frekar áhugalausir. Það dugði ekki til að hugsa til þess að vera nánast búnir að tapa í lokin á móti Njarðvík í síðustu umferð. Maður hefði haldið að menn myndu nú gyrða sig í brók og spila almennilega vörn og koma af krafti inn í þennan leik. Reyndar má segja að þetta hafi átt við bæði lið í kvöld. ÍR tapaði í framlengingu í síðasta leik gegn Snæfell á heimavelli. Það leit nánast þannig út að allt annað lið væri komið til leiks hérna í kvöld. Eini ljósi punkturinn hjá þeim var hinn magnað Eric Palm sem er búinn að vera frábær í vetur.
 
 
Leikurinn fór rólega af stað. Illa gekk sóknarlega hjá báðum liðum. Þegar 5 mínútur voru liðnar af leikhlutanum var staðan 10-4 heimamönnum í vil. Heimamenn hresstust þó aðeins og staðan fyrir 2. leikhluta var 24-13 þeim í vil.
 
Eitthvað hefur Jón Arnar þjálfari gestana lesið þeim pitilinn á milli leikhluta því þeir komu mjög sterkir inn eftir hlé og söxuðu á forskot heimamanna. Munurinn varð mestur 3 stig þegar 6 mín voru búnar en þá tóku heimamenn við sér aftur og juku muninn aftur jafnt og þétt. Staðan í hálfleik var 38-25 heimamönnum í vil. Eric var þá kominn með 13 af 25 stigum gestana og aðrir leikmenn þeirra áttu mjög erfitt með að skora.
 
Þórsarar voru enn og aftur ekki vissir um að leikhlutinn væri byrjaður. ÍR ingar komu sterkir inn í 3. leikhluta og voru staðráðnir í því að gera atlögu að þeim tveimur stigum sem í boði voru. Þegar 4 mínútur voru liðnar voru þeir búnir að minnka muninn í 3 stig í stöðunni 43-40. Þá ákváðu heimamenn að byrja þetta og bættu í forystu sína. Staðan eftir 3. Leikhluta var 59-47 heimamönnum í vil. Eric skoraði 16 af 22 stigum gestana í þessum leikhluta og hreint út sagt magnaður.
 
Bæði lið keyrðu upp hraðann í loka leikhlutanum. Liðin skiptust á að skora en heimamenn með Ben smith fremstan í flokki voru alltaf skrefinu á undan og allt til loka og sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 87-70 og 17 stiga sigur staðreynd.
 
Þórsarar þurfa að gyrða sig í brók ef þeir ætla sér einhverja hluti í þessari deild því þeir fara ekki langt á svona spilamennsku. Það var greinilegt að ÍR ingar söknuðu Hreggviðs sem var í borgaralegum klæðum á bekknum og á við meiðsli að stríða í hné.
 
Atkvæðamestir hjá heimamönnum voru: Ben Smith 26/7, David Jackson 18/12, Gummi Jóns 15/4, Flake 14/9, Darri 6/6, Emil 6/4, Baldur 2/2/4
Hjá ÍR var það hinn magnaði Eric Palm með 38 stig og bara leik liðsins á herðum sér því næsti á eftir honum var með 6 stig., Sovic 6/4, D´andre 6/6, Vilhjálmur 6/6, Ellert 6/3, Hjalti 4/5, Sveinbjörn 2/5 og Þorvaldur 2/2
 
 
Mynd/ Davíð Þór
Umfjöllun/ HH
 
  
Fréttir
- Auglýsing -