Stjarnan-Þór 86-91
Maður leiksins í kvöld var Ivan Aurrecoechea með 29 stig og 16 fráköst hjá Stjörnunni var Tómas Þórður öflugur og skoraði 22 stig, öll í fyrri hálfleik.
Gangur leiks eftir leikhlutum 33:24 / 20:18 (53:44) 21:33 / 12:16 = 86:91
Leikmenn Þórs sýndu mikinn karakter þegar þeir lögðu Stjörnuna að velli þegar liðin mættust í kvöld lokatölur 86-91. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og leiddu mest með 16 stigum en Þór komst yfir í fyrsta sinn þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta 67-69.
Svo virtist frama af leik sem að heimamenn í Stjörnunni ætluðu að vera með skotsýningu hittnin var góð og þeir leiddu með níu stigum eftir fyrsta leikhluta 33:24. Þórsarar náðu að minnka muninn í þrjú stig 38:35 um miðjan annan leikhluta en Stjarnan bætti þá í og höfðu níu stiga forskot 53:42 í hálfleik.
Hjá Stjörnunni var Tómas Þórður frábær í fyrri hálfleiknum en þá hafði hann sett niður 22 stig en hjá Þór var Ivan stigahæstur með 17 stig og Ingvi Þór 11.
Framan af þriðja leikhluta leiddu heimamenn og náðu þá mest 12 stiga forskoti 56:44 en þá tóku Þórsarar til sinna ráða og þéttu vörnina og tóku að saxa á forskot heimamanna og þegar um þrjár mínútur voru eftir að fjórðungum komst Þór yfir í fyrsta sinn 67:69. Þegar fjórði leikhlutinn hófst hafði Þór eins stigs forskot 74:75.
Þór hóf lokakaflann af krafti og hafði um miðjan leikhlutann náð 9 stiga forskot 78:87 en heimamenn voru ekki tilbúnir að gefast upp og komu muninum niður í tvö stig þegar mínúta lifði leiks 85:87. Lokamínútan einkenndist af æðibunugangi beggja liða í dag féll leikurinn með Þór sem fagnaði fimm stiga sigri 86:91.
Þórsliðið sýndi mikinn karakter í kvöld, þeir gáfust aldrei upp og höfðu tröllatrú á verkefninu og ljóst að sigurinn gegn Grindavík í síðasta leik hefur gefið mönnum byr undir báða vængi.
Með sigrinum kom Þór sér upp úr fallsætinu og eru nú í níunda sætinu með 10 stig og eiga leik til góða en Þór sækir Hauka heim á sunnudag.
Framlag Stjörnunnar: Tómas Þórður 22/5/0 Gunnar Ólafsson 13/4/1 Mirza 12/2/7 Arnþór Freyr 12/3/0 Ægir Þór 11/5/11 Austin James 10/4/4 Hlynur Bærings 6/4/1 að auki spiluðu Dúi Þór og bræðurnir Hilmir og Hugi en þeim tókst ekki að skora.
Framlag Þórs: Ivan 29/16/0 Ingvi Þór 22/5/3 Dedrick 15/5/8 Andrius 11/5/5 Guy Landry 8/11/4 Srdan 6/2/1 að auki spiluðu Hlynur Freyr og Ragnar Ágústsson en þeir náðu ekki að skora.
Nánari tölfræði https://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Stada?league_id=undefined&season_id=118319
Staðan https://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Deildir-flokkar?league_id=190
Myndir úr leiknum: Palli Jóh https://thorsport.is/myndir/skodamyndir.aspx?ID=1313