spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞórsarar upp í þriðja sætið eftir sigur heima í Þorlákshöfn

Þórsarar upp í þriðja sætið eftir sigur heima í Þorlákshöfn

Þór lagði Álftanes í Þorlákshöfn í kvöld í 10. umferð Bónus deildar karla, 89-78.

Eftir leikinn er Þór í 3.-4. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Njarðvík á meðan Álftanes eru í 8.-9. sætinu með 8 stig líkt og ÍR.

Fyrir utan nokkrar mínútur í þriðja fjórðung leiksins voru heimamenn í Þór með góð tök á leik kvöldsins frá upphafi til enda. Þór leiddi með 10 stigum eftir fyrsta fjórðung og með 5 stigum í hálfleik. Álftnesingar áttu ágætis áhlaup í upphafi seinni hálfleiks, en það entist ekki lengi. Heimamenn í Þór voru aftur komnir með 2 stiga forystu að lokum þremur leikhlutum. Þegar leið á lokaleikhlutann náði Þór svo að halda gestunum í hæfilegri fjarlægð og sigra þeir að lokum með 11 stigum, 89-78.

Atkvæðamestur fyrir Þór í leiknum var Nikolas Tomsick með 25 stig, 6 stoðsendingar og Jordan semple bætti við 18 stigum, 15 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Fyrir Álftanes var David Okeke atkvæðamestur með 22 stig og 9 fráköst. Honum næstur var Dimitrios Klonaras með 12 stig og 11 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -