spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞórsarar tryggðu sér oddaleik - Kinu frábær

Þórsarar tryggðu sér oddaleik – Kinu frábær

Það var rafmögnuð stemmning í Þorlákshöfn í kvöld þegar að Þórsarar fengu Tindastól í heimsókn, leikur fjögur, sigur eða sumarfrí fyrir Þórsara og allt að frétta í stúkunni. Löggur með mottur, semi-celeb frá Sauðárkróki og hoppandi partý.

Leikurinn var jafn á öllum tölum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta sigu Þórsarar framúr og náðu 13 stiga forystu sem þér héldu mestmegnis til loka ef frá er talið áhlaup Stólanna í fjórða leikhluta sem því miður fyrir norðanmenn dugði ekki til sigurs. Lokatölur: 92 – 83 og oddaleikur í kortunum. Við elskum þetta.

Besti maður vallarins í kvöld var Kinu Rochford sem henti í 29 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar en hjá gestunum var PJ Alawoya með 23 stig.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Þórsarar gjörsamlega slátruðu norðanmönnum á glerinu. Sigurinn í frákastabaráttunni var öruggur bæði sóknar og varnarmegin. 47 fráköst gegn 31 og Þórsarar tóku þar að auki 6 fleiri sóknarfráköst.

Þór settu líka 70% skotanna sinna frá tveggja stiga færum, það bendir til þess að varnarleikur stólanna undir körfunni hafi verið lélegur og ef maður horfði á leikinn þá var þetta staðreyndin. Tindastóll gat einfaldlega ekki stoppað neitt inni í teig.

 

Lykilmenn sáust ekki

Hjá Tindastól var PJ Alawoya með 23 stig en fyrir utan hann þá voru lykilmenn Tindastóls einfaldlega lélegir. Þeir Pétur Rúnar, Brynjar Þór og Danero Thomas áttu allir slakan dag og náðu aldrei að setja mark sitt á leikinn. Pétur með einungis 7 skottilraunir, Brynjar 2/8 í þristum og Danero var eindaldlega týndur.

Undirritaður setur líka spurningamerki við línurnar sem að þjálfara Stólann, Israel Martin var að bjóða uppá. Á lykiltímapunkti í leiknum voru Friðrik, Viðar, Axel og Helgi allir inná með Dino. Hver ætlar að skora í þessum hópi?

 

Liðsheildin

Það kom frábært framlag hjá mörgum Þórsurum. Emil Karel átti stór skot, Davíð átti frábær varnarplay og þeir Kinu og Tomsick áttu frábæra spretti. Þá átti Halldór Garðar Hermannsson frábæran leik. Allir skiluðu sínu þrátt fyrir að þriggja stiga skotin hafi ekki dottið af neinu viti.

 

Hvað næst?

Næsta skref er einfaldlega oddaleikur í síkinu. Tindastólsmenn mæta væntanlega brjálaðir til leiks og Þórsarar sennilega litlu minna brjálaðir.

Ég veit ekki með lesendur en undirritaður getur ekki beðið.

 

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -