spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞórsarar stungu Blika af í fyrri hálfleik í Smáranum

Þórsarar stungu Blika af í fyrri hálfleik í Smáranum

Leikur Breiðabliks og Þórs frá Þorlákshöfn var leikinn í kvöld. Óhætt er að segja að um mikilvægan leik fyrir bæði lið.  Blikar í fimmta sæti fyrir leikinn og þurfa að sigra til að halda í við toppliðinn og Þórsarar í bullandi fallbaráttu þurfu nauðsynlega á sigri að halda verandi í næst neðsta sætinu með aðeins 4 stig. Leikar enduðu með ótrúlegum sigri Þórsara, 113-137 og athugið það ekki eftir framlengingu.

Eins og við var að búast var mikill hraði strax í byrjun leiks, liðin spiluðu hratt og voru óhrædd að skjóta á körfuna, það fór eitthvað minna fyrir varnarleik.  Þórsarar mættu óhræddir til leiks og spiluðu á sama hraða og Blikarnir. Á tímabili var eins og að horfa á borðtennisleik.Styrmir Snær öflugur að koma sér á hringinn og annaðhvort skora eða gefa stoðsendingu út í teig.  Þórsarar leiddu 24 – 36 eftir fyrsta leikhluta.

Blikar komu með gott áhlaup og eftir eina og hálfa mínútu voru þeir búnir að minnka muninn í þrjú stig.  Þá vöknuðu Þórsarar aftur og juku forskotið jafnt og þétt og fóru inní hálfleikinn með 19 stiga forystu. 48 – 67.

Þórsarar komu út úr hálfleiknum með blóð á tönnunum og hreinlega völtuðu yfir Blikana, sem neyddust til að taka leikhlé þegar 6 mínútur voru eftir og þá 32 stigum undir. Það breytti litlu, Þórsarar skoruðu þegar þeir vildu og fór í fjórða leikhlutann 76 – 111.

Blikarnir sendu inn breytt lið í fjórða leikhluta, sem leiddi til þess að þeir fóru að saxa á forskotið, án þess þó að það væri einhver raunveruleg hætta fyrir Þórsara að tapa þessu. Á endanum var þetta frekar þægilegur og auðveldur sigur hjá Þórsurum. Á tímabili var þetta eins og að horfa á Harlem Globetrotters.

Hjá Blikum stóð Jeremy Smith sig best, með 26 stig, Árni Elmar var einnig drjúgur með 16 stig. Vincent ásamt Styrmi voru bestu menn Þórsara. Fotios var  stigahæstur með 34 stig og Vincent 33 stig. Pablo og Tómas einnig mjög drjúgir.

Næstu leikir hjá báðum þessum liðum verður 19. Janúar, Blikarnir heimsækja KR en Þórsarar taka á móti Haukum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hafsteinn Snær)

Fréttir
- Auglýsing -