Þór frá Þórlákshöfn voru gestir þeirra Njarðvíkinga í kvöld í Lengjubikarnum. Njarðvík sem voru nýbúnir að láta Jeron Belin taka poka sinn mættu kokhraustir gegn sterku og vel mönnuðu lið Þórs og byrjuðu leikinn með að skora góða körfu en svo kom smá bakslag og Þór setti niður næstu 8 stigin og útlit fyrir að þeir myndu eiga náðugan dag en svo var raunin ekki því andinn í Njarðvíkurliðinu var allt annar en í síðustu leikjum og gleðin og baráttan var ótrugleg á köflum.
Eftir 4mín leik voru þeir komnir yfir 9-8. Liðin skiptust á að skora góðar körfur og mörg skemmtileg tilþrif litu dagsins ljós þar sem menn voru komnir upp í rjáfur íþróttahúsins. Njarðvík hafði tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 20-18. Annar leikhluti var eins og sá fyrri að liðin skiptust á að hafa forskot en 10 sinnum skiptust liðin á forskoti. Þór var á þessum tíma í maður á mann vörn meðan Njarðvík spilaði svæðisvörn. Eftir 20mín leik hafði Njarðvík eins stigs forskot 41-40. Atkvæðismestir hjá Njarðvík Var Marcus Van með 12 stig og 7 fráköst og Elvar Friðriks með 7 stig og 4 stoðsendingar hjá Þór Robert Diggs með 10 stig og 7 fráköst og Benjamin Smith með 10 stig og 3 stolna.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði með mikilli baráttu og fínum bolta hjá báðum liðum og skiptust liðin á að setja boltan ofan í körfuna en Njarðvík var alltaf með yfirhöndina með þetta 2-6 stiga forskot. Þegar þriðji leikhluti endaði var Njarðvík með tveggja stiga forskot 60-58 og allt stefndi í svakalegan fjórða leikhluta.
Njarðvík byrjaði fjórða leikhluta betur og komust mest í 7 stiga mun en hægt og bítandi minnkaði Þór muninn og náðu að jafna metin 70-70 og komast yfir 70-73 með risa þrist frá Guðmyndi Jónssyni þegar 4mín voru eftir og eftir það kom smá bakslag í sóknarleik hjá Njarðvík og Þór lét ekki bjóða sér það tvisvar og náðu 8 stiga forskoti þegar um 2 mín voru eftir.
Njarðvík fór að taka sénsa með að taka erfið þriggjastigaskot sem vildu ekki rétta leið og þar með náði Þór að landa góðum sigri 76-84. Bestu menn Njarðvíkinga voru þeir Marcus Van með 21 stig og 16 fráköst og Elvar Friðriks með 14 stig og 6 stoð einnig átti Maciej Baginski fína spretti. Hjá Þór Benjamin Smith með 27 stig og 5 stoðsendingar og Robert Diggs með 14 stig og 13 fráköst, einnig var Darri Hilmars með góðan leik 16 stig og 9 fráköst.
Mynd/ [email protected]
Umfjöllun/ AMG