Þór tók á móti Breiðabliki í Subway deild karla í kvöld í Icelandic Glacial höllinni.
Þórsarar voru sterkari aðilinn frá upphafi og höfðu 26 stiga forskot fyrir lokafjórðunginn, 93-67. Blikar klóruðu í bakkann í fjórða leikhluta og unnu hann með tíu stigum. Lokastaðan var því 16 stiga sigur heimamanna í Þór, 120-104.
Nigel Pruitt var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig, og Tómas Valur Þrastarson skoraði 27. Hjá Blikum skoraði Keith Jordan 28 stig, en Sölvi Ólason var með 26.