spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞórsarar með Keflavík í vasanum?

Þórsarar með Keflavík í vasanum?

Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í Blue höllinni í kvöld. Taplausir Deildarmeistararnir að fá liðið Íslandsmeistarana sem unnu þá eftirminnilega í úrslitakeppninni í vor í heimsókn.

Íslandsmeistarar Þórs byrjuðu betur og settu fyrstu tvær körfurnar. Keflavík elti en gestirnir voru mun líflegri. Þórsarar fundu glufur í vörn heimamanna, voru sjálfir að spila fína vörn og hittu vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta 18 – 29 Þór í vil.

Heimamenn mættu grimmari til leiks í öðrum leikhluta. Þórsarar gerðu vel og nýtu færin sín. Héldu þannig Ḱeflvíkingum frá sér. Nýting gestana í fyrri hálfleik skipti sköpum 44% – 63% í tveggja stiga og 35% – 52% í þriggja stiga körfum. Staðan í hálfleik 41 – 50.

Þórsarar mættu betur stemmdir til leiks eftir hálfleik og bættu við. Keflvíkingar náðu aðeins að kroppa í en Þórsarar unnu það upp þegar leið á leikhlutann. Heimamenn leita svara en gestirnir einfaldlega betri. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta 62 – 72.

Halldór Garðar fékk tæknivillu fyrir að mér sýndist flopp og Ragnar Örn síðan tæknivillu fyrir mótmæli hinu megin á vellinum. Töluvert meiri hiti í leiknum í fjórða leikhluta þar sem heimamenn voru mun betur stemmdir. Keflavík minnkuðu muninn muninn og voru komnir inn í leikinn um miðbik leikhlutans. Ragnar Örn og Ronaldas fengu báðir fimmtu villun og luku þar með leik. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum jöfnuðu heimamenn og komust yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þórsarar náðu að komast yfir aftur og leiddu með fjórum stigum þegar um mínúta var eftir. Þeir gerðu vel á lokamínútunni, bættu í og kláruðu leikinn. Glæsilegur sigur Þórsara sem stjórnuðu leiknum og áttu sigurinn skilinn. Lokatölur 80 – 89.

Byrjunarlið:

Keflavík: Jaka Brodnik, Dominykas Milka, Hörður Axel Vilhjálmsson Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson.

Þór Þorlákshöfn: Glynn Watson, Luciano Nicolas Massarelli, Daniel Mortensen, Ragnar Örn Bragason, Ronaldas Rutkauskas.

Hetjan:

Glynn Watson og Luciano Nikolas Massarelli áttu báðir mjög góðan leik fyrir Þór. David Okeke var bestur heimamanna.

Kjarninn:

Verðskuldaður sigur Þórsara í kvöld. Þeir voru betri framan af og kláruðu leikinn þrátt fyrir mikila sókn Keflavík á lokamínútunum.

Myndasafn

Tölfræði

Viðtöl:

Ragnar Örn Bragason

Lárus Jónsson

Hjalti Þór Vilhjálmsson

Fréttir
- Auglýsing -