Þór lagði KR nokkuð örugglega í kvöld í Subway deild karla, 101-85. Eftir leikinn er Þór í efsta sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að KR er í 7. sætinu með 8 stig.
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu í síðustu umferð KR heima á móti Keflavík sem var jafnframt síðasti leikur Tóta túrbó sem er farinn í atvinnumennsku, og óskum við honum velfarnaðar þar. Því skarð í liði KR. Annars eru þeir fullmannaðir.
Þór tapaði úti á móti Val. Þar sem Ragnar Bragason var veikur og Daníel Mortensen snéri sig illa eftir að stigið var undir hann í skoti. Og riðlaði það leik þeirra að missa tvo út.
En fyrir leik var verið að teipa Mortensen saman og Ragnar Bragason er búin að jafna sig á flensunni.
Bæði lið hafa verið að henda út ungum leikmönnum og spila áhugaverðan bolta.
Gangur leiks
Fyrri
Bæði lið byrjuðu af krafti í byrjun leiks. Sóknarlega að minnsta kosti og staða orðin 19-17 eftir 5 mínútur Lucio og Brynjar heitir eins eru Glover og Ronaldas erfiðir við að eiga. 24-26 staðan eftir fyrsta leikhluta fyrir KR
Þórsarar byrja annan leikhluta á hörku vörn og pressa KRinga vel og ná að loka á Glover. En KRingar ná að halda í þá með betri skotnýtingu.
Breidd Þórs er meiri og ná þeir að keyra meira á KRinga sem eru að gera svoldið af mistökum bæði í vörn og sókn enda að spila á mörgum ungum og reynsluminni leikmönnum.Þórsarar eru komnir í sinn ham og með hörku vörn og hraðri sókn eru þeir komnir í 55-39 þegar flautað er til hálfleiks. Þór vann annan leikhluta 31-13
Atkvæðamestir eru Lucio sem er á eldi með 18 stig einnig hefur pestin gert Ragnari gott því hann er 3 af 3 í tveggja og 1 þrist.
Hjá KR er Glover komin með 10 stig. En Þorvaldur Orri hefur sýnt flott tilþrif hjá KR og er komin með 6 stig.
Seinni
Lucio opnar á þrist. Hann heldur áfram að vera á eldi. Staðan er orðin 64-45 þegar 6:43 lifa að þriðja leikhluta og Þór komin með aðvörun á bekkin og KRingar fá tvær villur í röð fyrir litlar sakir. Þegar tvær mínútur lifa af þriðja er staðan orðin 79 54 og Lalli byrjaður að setja ungu strákana inná og Helgi líka. Staðan er Þór 79–59 KR eftir þriðja leikhluta.
Luciao leikur við hvern sinn fingur í upphafi fjórða og Þór eykur forystuna. Helgi fær svo tæknivillu fyrir litlar sakir. En dómararnir sem hafa verið annars mjög góðir eru lítið gefnir fyrir stemningu og spurningar í kvöld. Annars er lítið að frétta Þórsarar búnir að lama bráðina og lítil spenna í fjórða leikhluta. Fyrir utan að dómararnir reyna að dæma á allt svo að menn geti talað um einhvað meðan þeir horfa á leiktímann klárast. Lokastaðan Þór 101-85 KR
Kjarninn
Þórsarar voru of stór biti fyrir KR sem eru með ungan hóp og að auki nýbúnir að missa Tóta út. Og Glover var með 10 stig í fyrsta leikhluta og endaði með 13 stig. En hann var svoldið einn í baráttunni undir körfunni. Og er augljóst hvar Krþurfa að bæta við sig.
Þórsarar sýndu í kvöld vígtennurnar en þó sigurinn hafi verið stór var frekar slök skotnýting hjá þeim en þeir hittu 10 af 42 þriggjastiga skotum sýnum.
Atkvæðamestir
Luciano var maður leiksins en hann virtist geta skorað af vild og endaði með 30 stig og var að skjóta boltanum 54% og 28 í framlag. Glynn læddist um og var með 18 stig og 64% hittni. Stóri Ron lokaði teignum var með 20 framlagspunkta.
Hjá KR var Kasper með 17 stig og Þorvaldur Orri með 15 stig.
Hvað svo?
KRingar eiga næsta leik heima á móti Þór Akureyri sem eru að leita að sínum fyrstu stigum í deildinni. KR þarf að styrkja sig og ætla að gera það hvort nýr leikmaður verður komin fyrir jól verður að koma í ljós.
Þór fer í Hellinn í breiðholtinu og spila bikarleik gegn ÍR sem flaggar fyrrum þjálfara Þórs Friðrik Inga.
Áhugavert
Þó að KR hafi tapað þá eru spennandi leikmenn sem þurfa reynslu en engin vafi er að þarna er KR hjarta og heæfileikar á ferð og ber þar að nefna Þorvald Orra og Almar Orra fremsta en það er bjart framundan hjá KR.
Þór náðu líka að hleypa sínum kálfum útá sléttuna og voru þarna leikmenn sem gera tilkall í fleirri mínútur ber þá helst að nefna Tómas Val sem var með 13 stig og er gríðalegt efni. Svo er þarna leikmaður sem vert er að fylgjast með sem heitir Ísak Júlíus.
Umfjöllun, viðtöl / Magnús Elfar