Valsarar mættu í Icelandic Glacial Höllina í kvöld í Lengjubikarnum. Leikurinn fór rólega af stað og liðin skiptust á að skora. Í stöðunni 5-5 tóku heimamenn góða rispu og skoruðu 15 stig á móti 4 stigum gestanna. Valsarar náðu þó aðeins að laga stöðuna og eftir 1. leikhluta voru heimamenn með 8 stiga forskot 29-21.
Jafnræði var með liðunum framan af leikhlutanum og ekki mikill varnarleikur í gangi. Mikið andleysi var yfir heimamönnum og gestirnir nýttu sér það. Valsarar minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þórsarar leiddu í hálfleik 50-45. Það var hreinlega eins og Þórsarar nenntu ekki að spila þennan leik.
Valsarar komu mjög sterkir inn í seinni hálfleik og ætluðu að nýta sér þetta andleysi heimamanna. Valsmenn minnkuð muninn í 1 stig þegar rúmar 4 mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá hrukku Þórsarar í gang og fóru að spila þessa góðu vörn sem liðið er þekkt fyrir að spila. Heimamenn juku muninn jafnt og þétt. Staðan eftir 3. leikhluta 67-59.
Þórsarar héldu áfram að spila góða vörn allt til leiksloka og Grétar sem átti frábær leik í kvöld lét vel fyrir sér finna. Hirti fullt af fráköstum og var að setjann á póstinum. Valsarar sprungu alveg á því og skoruðu bara 10 stig í loka leikhlutanum. Ungu guttarnir fengu svo að spreyta sig í restina og fengu ekki á sig stig. Þeir skoruðu reyndar ekki heldur. Þannig fjaraði leikurinn út. Ekkert skorað síðustu 3 mínúturnar. Lokastaðan 86-69 fyrir heimamenn.
Atkvæðamestir hjá Þór: Ben Smith 27/5, Grétar 18/11, Robert Diggs 17/6, Gummi 9/5, Emil 7/3, Flake 6/5, Darri 2/2, Baldur 10 stoð.
Atkvæðamestir hjá Val: Woods 31/12, Ragnar 13/2, Benedikt 9/4 stoð, Birgir 8/8, Þorgrímur 6/4/4, Benedikt Skúlason 2/3.
Dómarar leiksins voru Jón Þór Eyþórsson og Davíð Tómas Tómasson. Þeir stóðu sig mjög vel. Höfðu góð tök á leiknum og leystu þetta verkefni mjög vel.
Myndir/ Davíð Þór
Umfjöllun/ HH