Grindavíkurfyrirliðinn Þorleifur Ólafsson fer í aðgerð vegna krossbandaslitanna þann 20. júní næstkomandi en Þorleifur sleit krossbönd í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla þegar Grindvíkingar voru að leika gegn Þór Þorlákshöfn.
Ljóst var að um alvarleg meiðsli væri að ræða sem myndu halda honum í nokkurn tíma frá gólfinu. Í stuttu spjalli við Þorleif kvaðst hann vonast til þess að komast aftur á parketið og í búning í kringum janúar-febrúar 2015 skv. áætlun læknis.
Vart þarf að tíunda þann missi sem Grindvíkingar urðu fyrir með meiðslum Þorleifs en hann hefur síðstu ár verið að glíma við meiðsli af og til.
Mynd/ [email protected]