spot_img
HomeFréttirÞórir Þorbjarnarson - Pepplistinn Minn

Þórir Þorbjarnarson – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann KR, Þórir Guðmund Þorbjarnarson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Á morgun mætir KR liði Þórs úr Þorlákshöfn kl. 16:30 í Laugardalshöllinni í úrslitum Powerade bikarkeppninnar og er hann í beinni útsendingu á RÚV.

 

 

Þórir:

 

Lukas Graham – 7 Years

Ég reyni alltaf að taka lítinn blund fyrir leiki og þetta lag er virkilega rólegt og þægilegt.

 

 

Alexander Jarl – Prin$ Ali 

Alexander Jarl a.k.a Alli Abstrakt að búinn að gera góða hluti undanfarið.

 

 

Wiz Khalifa – We Dem Boyz

Þetta lag var mikið spilað á Scania 2014 og kemur mér alltaf í gírinn.

 

 

Rihanna ft. Drake – Work 

Queen RiRi komin til baka eftir smá pásu og þetta lag er að virka þessa dagana.

 

 

Emmsjé Gauti – Strákarnir

Virkilega gott lag.

 

 

Cho – Misschien We He

Verð að koma meistara Cho hérna fyrir. Lag sem að Albert Guðmundsson sýndi mér síðasta sumar og hefur verið mikið spilað síðan. 

Fréttir
- Auglýsing -