spot_img

Þórir í KR

Karfan hefur öruggar heimildir fyrir því að Þórir Þorbjarnarson, sem leikið hefur undanfarin fjögur ár fyrir Nebraska Cornhuskers í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans sé að fara að leika með KR.

Þórir sem er 22 ára, er uppalinn KR-ingur og lék með liðinu í meistaraflokki áður en hann hélt út í skóla. Hann hefur yfirleitt leikið í stöðu vængmanns og er hávaxinn sem slíkur. Um 196 cm á hæð.

Þórir mun hjálpa liðinu í komandi átökum í Dominosdeildinni en ekki er ljóst hvort hann geti hafið leik strax á fimmtudaginn þegar KR leikur gegn Þór Þorlákshöfn á útivelli.

Fréttir
- Auglýsing -