Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Oviedo máttu þola tap gegn Palencia í Leb Oro deildinni á Spáni í dag, 56-67.
Eftir leikinn er Oviedo í 15. sæti deildarinnar með 5 sigra og 15 töp það sem af er tímabili.
Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir Guðmundur 3 stigum og 3 fráköstum.
Næsti leikur Þóris og Oviedo er þann 18. febrúar gegn Burgos.