Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Oviedo máttu þola tap í kvöld fyrir Leyma Coruna í Leb Oro deildinni á Spáni, 87-62.
Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Þórir 5 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.
Oviedo eru eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með 7 sigra og 18 töp það sem af er tímabili.