spot_img
HomeFréttirÞórir Guðmundur og Nebraska unnu 46 stiga sigur í nótt

Þórir Guðmundur og Nebraska unnu 46 stiga sigur í nótt

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers lögðu í nótt lið Doane Tigers í bandaríska háskólaboltanum, 64-110. Cornhuskers það sem af er tímabili unnið fjóra leiki og tapað þremur.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var sigur Cornhuskers nokkuð öruggur og því var mínútum skipt nokkuð jafnt milli allra leikmanna liðsins. Þórir var í byrjunarliðinu í leiknum, lék 16 mínútur og skilaði á þeim 8 stigum og 2 fráköstum.

Cornhuskers leika næst gegn sterku liði Wisconsin Badgers þann 23. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -